STJÖRNUKERFI

Á okkar heimili virkar ótrúlega vel að vera með svona stjörnukerfi fyrir eldri dætur okkar sem eru fæddar 2013 og 2014.

Þær fá stjörnu fyrir að tannbusta, ganga frá eftir sig, fara í bað, vera hjálpsamar, borða kvöldmatinn og vera góðar að fara sofa... Svo höfum við kósykvöld, bökum saman eða einhvað annað sem þær velja saman ef þær standa sig vel.

 

Þeim finnst þetta mjög hvetjandi og skemmtilegt!!

Þér er velkomið að klikka á myndirnar og prenta út stjörnukerfi og endilega deila með öðrum.